16. jan. 2007

Íþróttamenn fá viðurkenningu fyrir góðan árangur

  • Séð yfir Garðabæ


Fjölmargir íþróttamenn fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur um leið og kjöri Ragnheiðar Ragnarsdóttur sem íþróttamanns Garðabæjar var lýst sunnudaginn 14. janúar sl. Gunnar Einarsson bæjarstjóri hlaut gullmerki ÍSÍ við sama tækifæri .

Ríflega 160 íþróttamenn úr Garðabæ urðu deildar-, bikar- eða Íslandsmeistarar í íþrótt sinni á árinu 2006 og fengu þeir viðurkenningu fyrir. 46 Garðbæingar voru valdir í landslið á árinu og fengu þeir einnig viðurkenningu fyrir það. 

Fjórir voru heiðraðir fyrir æskulýðsstörf:

  • Bogi S. Thorarensen og Guðmundur J. Thorarensen fyrir mikla fórnfýsi í þágu handknattleiksdeildar Stjörnunnar.
  • Jónína Guðbjörg Björnsdóttir og Þórður Rafn Guðjónsson en þau hjónin hafa rekið einstakan reiðskóla
    í Garðabæ fyrir börn í fjöldamörg ár.

Þrír fengu viðurkenningu fyrir almennisíþróttir:

  • Margrét Kærnested
  • Magnús Björnsson 
  • Unnsteinn Jóhannsson 

Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir íþróttir eldri borgara en þau hlutu:

  • Hulda Guðjónsdóttir  
  • Hjalti Einarsson

Jafnframt var Gunnari Einarssyni bæjarstjóra veitt gullmerki ÍSÍ af þeim Ólafi Rafnssyni, forseta ÍSÍ og Stefáni Konráðssyni, framkvæmdastjóra ÍSÍ.