15. jan. 2007

Ragnheiður Ragnarsdóttir er íþróttamaður Garðabæjar 2006

Íþrm. Gbr. 2006
  • Séð yfir Garðabæ


Ragnheiður Ragnarsdóttir var valin íþróttamaður Garðabæjar 2006 við hátíðlega athöfn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sunnudaginn 14. janúar 2007.

Ragnheiður hóf að æfa sund með Stjörnunni fyrir um 15 árum en æfir nú með KR. Í máli Ragnhildar Ingu Guðbjartsdóttur, formanns ÍTG kom m.a. fram að Ragnheiður hefur verið ein fremsta sundkona landsins um nokkurt skeið. Hún tók m.a. þátt í ólympíuleikunum í Sydney árið 2004. Síðar það ár fótbrotnaði hún illa sem setti nokkurt strik í æfingar hennar. Hún sýndi að í henni býr sannur afreksmaður með því að koma til baka tvíefld og hefur nú náð sér að fullu. Ragnheiður hefur sett fjölmörg Íslandsmet og unnið til ótal verðlauna.

Árið 2006 var Ragnheiði gjöfult. Hún setti fjögur Íslandsmet og tryggði sér þátttöku á HM sem fram fer í Ástralíu á næsta ári. Ragnheiður varð Íslandsmeistari í fjórum greinum á árinu og var valin sundkona ársins af Sundsambandi Íslands.

Hún er nú, eftir Em í Finnlandi í desember, á topp 50 á heimslistanum í þremur sundgreinum. Ragnheiður æfir 24-28 klst. á viku bæði þrek og í laug. Hún stefnir á að taka þátt í ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Hún er reglusöm og góð fyrirmynd annara sundmanna.

Það voru þau Páll Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar og Ragnhildur Inga sem afhentu íþróttamanninum verðlaunin.

Frá vinstri: Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir íþrótta-
maður Garðabæjar 2006 og Páll Hilmarsson.