8. jan. 2007

Vel sóttur kynningarfundur um deiliskipulag við Lyngás

Vel sóttur kynningarfundur um deiliskipulag við Lyngás
  • Séð yfir Garðabæ

 

Miðvikudaginn 3. janúar boðaði skipulagsnefnd Garðabæjar til kynnningarfundar vegna tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar Lyngás 1 sem kennd er við Frigg. Á fundinum röktu Stefán Konráðsson formaður skipulagsnefndar og Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri forsögu málsins og gerðu grein fyrir skipulagsferlinu. Pálmi Guðmundsson arkitekt kynnti síðan deiliskipulagstillöguna.

Mæting var góð en á sjötta tug íbúa mættu til fundarins og spunnust líflegar umræður um tillöguna og áhrif hennar á aðliggjandi byggð. Einkum hafa menn áhyggjur af hæð húsanna, fjölda íbúða og áhrif á umferðarkerfið. Lögformlegri kynningu er lokið og athugasemdir hafa borist frá 20 einstaklingum. Vegna óska íbúa um sérstakan kynningarfund var ákveðið að boða til hans.

Frestur til að skila inn athugasemdum vegna tillögunnar hefur verið framlengdur til 10. janúar. Tillagan er aðgengileg hér á heimasíðu bæjarins.

Skipulagsnefnd mun á næstunni taka tillöguna til umfjöllunar að lokinni kynningu.


Fjölmargir íbúar sóttu kynningarfundinn um tillögu að deiliskipulagi við Lyngás 1.
Fundurinn fór fram í anddyri bæjarskrifstofa Garðabæjar.