14. nóv. 2014

Frábær skemmtun á Garðatorgi

Frábær skemmtun á Garðatorgi
  • Séð yfir Garðabæ


Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður kom fram á tónleikum á Garðatorgi fimmtudaginn 16. nóvember sl. Með honum á tónleikunum lék Jón Ólafsson á hljómborð.  Þeir félagar voru með þétta dagskrá og spiluðu vel og lengi fyrir áhorfendur og náðu upp góðri stemningu á göngugötunni á Garðatorginu. Þessir tónleikar voru síðari hluti ,,tónlistarveislu í skammdeginu" sem nú var haldin fimmta árið í röð á vegum menningar- og safnanefndar. Í tilefni kvöldsins voru settir upp hitaháfar inni á torginu sem veittu yl fyrir tónleikagesti.


Valgeir og Jón útskýrðu texta og lög á sinn einstaka máta.


Góð stemning var á meðal áhorfenda.


Valgeir var með sýnikennslu fyrir tónleikagesti
og kenndi þeim hvernig ætti að sýna sem mest tilþrif við gítarleik.