9. okt. 2013

Vel sóttur hverfafundur á Álftanesi

Salur Álftanesskóla var þétt setinn á hverfafundi með bæjarstjóra sem haldinn var þriðjudaginn 8. október. Þetta var fyrsti fundurinn í röð hverfafunda sem verða haldnir næstu sex þriðjudagskvöld.
  • Séð yfir Garðabæ

Salur Álftanesskóla var þétt setinn á hverfafundi með bæjarstjóra sem haldinn var þriðjudaginn 8. október.  Þetta var fyrsti fundurinn í röð hverfafunda sem verða haldnir næstu sex þriðjudagskvöld.

Á fundinum ræddi bæjarstjóri í stuttu máli um fyrirhugaða vinnu við gerð nýs aðalskipulags fyrir sveitarfélagið og hvatti íbúa til að taka virkan þátt í þeirra vinnu. Hann ræddi einnig um þær framkvæmdir sem farið hefur verið í á Álftanesi frá sameiningu og um það sem væri framundan. Nágrannavarsla var kynnt í stuttu máli og farið yfir þær helstu fyrirspurnir sem borist höfðu fyrir fundinn. 

Stærstur hluti fundarins fór svo í samtal á milli íbúa og bæjarstjóra þar sem ótal spurningar og ábendingar komu fram. Á meðal þess sem spurt var um, er hönnun skólalóðar Álftanesskóla, lýsing á göngustígum í nágrenni skólans, Álftanesvegurinn og friðun Skerjafjarðar.

Fundargerð frá fundinum.

Fyrirspurnir sem bárust fyrir fundinn og svör við þeim verða birt hér á vefnum á næstu dögum.

Upplýsingar um hverfafundina.