27. sep. 2013

Starfsfólk safna á Íslandi skoðaði Hönnunarsafn Íslands

Um eitt hundrað manns sem sótti árlegan Farskóla Félags íslenskra safna og safnmanna í vikunni kom í heimsókn í Hönnunarsafnið í gær.
  • Séð yfir Garðabæ

Um eitt hundrað manns sem sótti árlegan Farskóla Félags íslenskra safna og safnmanna í vikunni kom í heimsókn í Hönnunarsafnið í gær. Heimsóknin var liður í dagskrá skólans. Sturla Þorsteinsson, varaforseti bæjarstjórnar  tók á móti hópnum með ávarpi og rakti í stuttu máli tilurð safnsins með samvinnu ríkis og Garðabæjar. Harpa Þórsdóttir safnstjóri lýsti starfseminni og bauð safnafólki að ganga um yfirstandandi sýningu og skoða skrifstofukynni starfsfólks.

Farskólinn færist á milli staða árlega, en hann er jafnframt þing safnafólks á Íslandi. Starfsfólk flestra safna hvaðanæva að á landinu sækir skólann hverju sinni og þar fara fram gagnlegar samræður um starfsemi safna og þau mál er brenna brýnast á safnafólki í dag.