12. jún. 2007

Erling Ásgeirsson kjörinn formaður bæjarráðs

Erling Ásgeirsson kjörinn formaður bæjarráðs
  • Séð yfir Garðabæ


Erling Ásgeirsson var kjörinn formaður bæjarráðs á fyrsta fundi nýs bæjarráðs þriðjudaginn 20. júní sl. Stefán Konráðsson var kjörinn varaformaður bæjarráðs á sama fundi.

Bæjarráð fer, ásamt bæjarstjóra, með framkvæmdastjórn bæjarins og fjármálastjórn að því leyti sem slík stjórn er ekki falin öðrum. Þrír bæjarfulltrúar sitja í bæjarráði og eru þeir kjörnir til eins árs í senn.

Bæjarráð fundar á hverjum þriðjudagsmorgni og eru fundargerðir ráðsins birtar á vef Garðabæjar samdægurs.

Auk Erlings og Stefáns situr Steinþór Einarsson í bæjarráði.

Erling Ásgeirsson, formaður bæjarráðs
2006-2007

Upplýsingar um nefndir og ráð.