30. sep. 2016

Stuttmyndir nemenda á RIFF kvikmyndahátíðinni

Stuttmyndir nemenda úr skólum Garðabæjar verða sýndar sem hluti af RIFF kvikmyndahátíðinni sunnudaginn 2. október kl. 11 í Norræna húsinu
  • Séð yfir Garðabæ

Nemendur úr 6. og 9. bekk í grunnskólum Garðabæjar sóttu stuttmyndanámskeið á vegum RIFF í apríl sl. á svipuðum tíma og Listadagar barna og ungmenna í Garðabæ voru haldnir.  
Á námskeiðinu fengu nemendurnir fræðslu um leikstjórn, handritsgerð og klippingu og bjuggu svo til eigin stuttmyndir í kjölfarið. 

Hópur nemenda úr Álftanesskóla nýttu sér nærumhverfi sitt sem sögusvið og tóku upp hrollvekju í bænum Króki á Garðaholti.  Hrollvekjan ber nafnið Feluleikur og fjallar um nokkrar vinkonur sem fara í feluleik sem endar öðruvísi en þær áttu von á. 

Stuttmyndir nemenda úr skólum Garðabæjar verða sýndar sem hluti af RIFF kvikmyndahátíðinni sunnudaginn 2. október kl. 11 í Norræna húsinu. Sjá nánar hér.

Meðfylgjandi myndir með frétt sýna skjáskot úr stuttmyndinni Feluleik.