13. sep. 2013

Gróðursettu í Sandahlíð

Um 250 nemendur úr Sjálandsskóla og Alþjóðaskólanum fóru í Sandahlíð nýlega til að gróðursetja birkiplöntur
  • Séð yfir Garðabæ

Um 250 nemendur úr Sjálandsskóla og Alþjóðaskólanum fóru í Sandahlíð nýlega til að gróðursetja birkiplöntur sem eru framlag til grunnskólanemenda úr Yrkjusjóði, þ.e. afmælissjóði frú Vígdísar Finnbogadóttur. 

Börnin nutu útiverunnar í blíðskaparveðri og nýttu um leið tækifærið til að tína upp í sig bláber sem krökkt var af í hlíðinni.