12. sep. 2013

Kynningarstarf var í samræmi við lög

Innanríkisráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að kynning Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness á sameiningartillögu sveitarfélaganna hafi verið í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga
  • Séð yfir Garðabæ

Innanríkisráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að kynning Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness á sameiningartillögu sveitarfélaganna og helstu forsendur hennar hafi verið í samræmi við 4. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Ráðuneytið ákvað í byrjun þessa árs að kanna hvernig staðið hefði verið að kynningarstarfinu, á grundvelli almennrar eftirlitsskyldu sinnar. Áður hafði ráðuneytið staðfest frávísun kjörnefndar á kæru tveggja einstaklinga sem töldu að ekki hefði verið farið að lögum við kynningu á sameiningartillögunni.

Niðurstaða ráðuneytisins liggur nú fyrir um að kynning á sameiningartillögunni hafi verið í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga.