8. mar. 2012

Innritun í grunnskóla hafin

Innritun í grunnskóla hafin
  • Séð yfir Garðabæ

Innritun í grunnskólana í Garðabæ fyrir skólaárið 2006-2007 hófst í dag, föstudaginn 17. febrúar. Öll börn sem fædd eru árið 2000 hefja grunnskólagöngu í haust og þurfa foreldrar að velja skóla og innrita barnið í þann skóla sem verður fyrir valinu.

Fjórir skólar í bænum innrita börn í sex ára bekk, þ.e. Barnaskóli Hjallastefnunnar, Flataskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli.

Skólarnir kynntir foreldrum sex ára barna

Foreldrum sex ára barna var boðið á kynningarfund um val á skóla í vikunni, þar sem forsvarsmenn skólanna fjögurra gerðu grein fyrir starfinu hver í sínum skóla.

Foreldrar allra barna í árganginum hafa fengið sendað bækling þar sem sagt er lítillega frá áherslum hvers skóla og hægt er að nálgast með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

Þeim, sem ekki höfðu tök á að mæta á fundinn, er einnig bent á að kynna sér upplýsingar um skólastarfið á vefjum skólanna:

www.hjalli.is,
www.flataskoli.is,
www.hofsstadaskoli.is og
www.sjalandsskoli.is.

Innritunin fer fram á skrifstofum skólana dagana 17. febrúar,  20. og 21. febrúar kl. 9-15.

Sömu daga fer fram skráning vegna skólaskyldra barna sem óska eftir að flytjast á milli skóla.

Ath. að ekki er víst að hægt sé að koma til móts við óskir foreldra um skóla eftir 1. mars.  Þess vegna er áríðandi að fólk tilkynni óskir um flutning milli skóla fyrir þann tíma.

Sjá auglýsingu um innritunina (PDF-skjal)

Smellið á myndina til að fá bæklinginn í PDF-formi.