30. sep. 2016

Öryggi hjólareiðamanna aukið

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar settu nýlega upp sveiflur á göngustíg við Lyngás og Hafnarfjarðarveg til að auka öryggi hjólreiðamanna sem koma hjólandi suður hjólastíginn.
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar settu nýlega upp sveiflur (sjá mynd) á göngustíg við Lyngás og Hafnarfjarðarveg til að auka öryggi hjólreiðamanna sem koma hjólandi suður hjólastíginn.

Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar segir að sveiflurnar séu settar upp til að koma í veg fyrir slys á gatnamótum Lyngáss og Hafnarfjarðarvegar. "Ökumenn sem ætla að beygja inn Lyngásinn frá Hafnarfjarðarvegi sjá ekki hjólreiðarmenn sem koma eftir göngustígnum og ætla yfir Lyngásinn fyrr en of seint. Í þá fáu mánuði sem stígurinn hefur verið þarna, hefur í nokkur skipti legið við slysi þótt það hafi sem betur fer ekki orðið. Ég vona ég að þessi öryggisaðgerð komi í veg fyrir að það gerist og jafnframt að hjólreiðarmenn og ökumenn flýti sér hægt í umferðinni. Því við viljum jú öll koma heil heim," segir Sigurður.