Úrslit í sumarlestri
Mikill fjöldi barna tók þátt í Sumarlestri Bókasafns Garðabæjar í ár. Þátttakendur voru alls 247 og þar af voru 96 börn úr Álftanesskóla.
Sumarlesturinn er ætlaður börnum á grunnskólaaldri og hvetur til lesturs í sumarfríi skólanna svo börnin nái að viðhalda lestrarkunnáttu sinni. 81 barn skilaði inn lestrardagbók og samtals höfðu börnin lesið 95.975 blaðsíður sem er glæsilegur árangur.
Fjölmenn lokahátíð Sumarlestursins fór fram 21.ágúst og voru þá veittar viðurkenningar og verðlaun, dregið var úr lukkupotti, leikhópurinn Lotta sýndi leikrit og boðið var til grillveislu. Þau sem komust ekki á lokahátíðina geta nálgast viðurkenningaskjöl, lestrardagbækur, verðlaun og lukkupakka í afgreiðslu safnsins.
Lestrarhestar ársins voru:
Hugrún Gréta Arnarsdóttir fædd 2001 - 13.536 bls.
Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir, fædd 2002 - 10.454 bls.
Vinningshafar í hverjum árgangi voru:
2007 | 6 ára | Birta Dís Gunnarsdóttir | 1125 bls |
2006 | 7 ára | Hjördís Emma Arnarsdóttir | 822 bls. |
Anna Kolbrún Stefánsdóttir | 791 bls. | ||
Ásgerður Sara Hálfdánardóttir | 777 bls. | ||
2005 | 8 ára | Silja Björg Skúladóttir | 1683 bls. |
Margrét Eir Gunnlaugsdóttir | 1637 bls | ||
Hildur Þóra Skúladóttir | 1627 bls. | ||
2004 | 9 ára | Jakob Lars Kristmannsson | 2851 bls. |
Sonja Lind Sigsteinsdóttir | 2550 bls. | ||
Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir | 2307 bls. | ||
2003 | 10 ára | Klara Sigurðardóttir | 3683 bls. |
2002 | 11 ára | Marta Ellertsdóttir | 2576 bls. |
2001 | 12 ára | Magnús G. Gunnlaugsson | 1919 bls. |
´00 -´ 99 | 13 -14 ára | Sigrún Ísgerður Jakobsdóttir | 1804 bls. |
Hvatningarverðlaun fyrir góðan árangur hlutu:
- Sölvi Kaldal Birgisson
- Hrafndís Lilja Halldórsdóttir
- Pálmi Freyr Davíðsson
- Anney Fjóla Þorgeirsdóttir
- Salka Kaldal Birgisdóttir
- Dóra Sjöfn Halldórsdóttir
- Sean Rakel Ægisdóttir
- Júlíana Karítas Jóhannsdóttir
- Ylja Karen Þórðardóttir
- Anna Vigdís Magnúsdóttir
- Telma Ellertsdóttir
- Katarina Róbertsdóttir
Ósótta lukkupakka eiga:
- Sandra Theodórsdóttir
- Daníela Ehmann
- Anna Karen Ágústsdóttir
- Patrekur T.A. Björnsson
Bókasafnið þakkar öllum börnunum sem tóku þátt kærlega fyrir lestrardugnaðinn.