Símenntun hjá starfsmönnum Garðabæjar
Árlegur símenntunardagur starfsmanna Garðabæjar var haldinn mánudaginn 24. október. Að þessu sinni var dagurinn haldinn sama dag og starfsdagur var í leik- og grunnskólum bæjarins og gátu því fleiri starfsmenn nýtt sér þá fræðslu sem var í boði.
Dagurinn hófst með fyrirlestri um raddbeitingu sem er mál sem varðar marga í starfi, ekki þó síst í leik- og grunnskólum. Einnig var boðið upp á fyrirlestra um vellíðan og samskipti á vinnustað, líkamsbeitingu og sérstakan fyrirlestur fyrir konur um öryggi og útgeislun. Námskeiðunum lauk kl. 14 enda var allt starfsfólk Garðabæjar hvatt til að styðja baráttuna fyrir jafnrétti og taka þátt í dagskrá kvennafrídagsins, þennan sama dag.
Dagskráin var vel sótt af starfsfólki Garðabæjar sem
hlýðir hér á erindi um raddbeitingu.
María Ellingsen leikkona kenndi konum hjá Garðabæ
að koma fram af öryggi áður en þær héldu til dagskrár
kvennafrídagsins í miðbæ Reykjavíkur.