8. ágú. 2013

Sumarlestri að ljúka

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar hefur staðið yfir í allt sumar og lýkur með lokahátíð í bókasafninu á Garðatorgi miðvikudaginn 21. ágúst kl. 11.00. Á lokahátíðinni fá þátttakendur afhent viðurkenningarskjöl
  • Séð yfir Garðabæ

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar hefur staðið yfir í allt sumar og lýkur með lokahátíð í bókasafninu á Garðatorgi miðvikudaginn 21. ágúst kl. 11.00. Á lokahátíðinni fá þátttakendur afhent viðurkenningarskjöl og tilkynnt verður um verðlaunahafa í sumarlestrinum.  Einnig verður dregið úr lukkukassanum og leikhópurinn Lotta skemmtir á lokahátíðinni. Að venju verður boðið upp á veitingar og starfsmenn safnsins ætla að grilla pylsur fyrir gesti lokahátíðarinnar. Þátttakendur í sumarlestrinum eru minntir á að skila lestrardagbókum sínum til bókasafnsins í síðasta lagi föstudaginn 16. ágúst nk.

Um 250 börn skráðu sig til leiks í sumarlestrinum í byrjun sumars og þar af eru um 90 börn á Álftanesi. Markmiðið með sumarlestrinum er að hvetja börn til lesturs yfir sumartímann svo þau tapi ekki niður lestrarkunnáttu sinni í sumarfríinu. Í sumar var útibúið í Álftanesskóla opið alla virka daga í júní og júlí en frá og með 12. ágúst nk. verður Álftanesútibúið opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 16-19.  Nánari upplýsingar um Bókasafn Garðabæjar má sjá vefsíðu  safnsins og fésbókarsíðu.