16. júl. 2008

Fjör í vinnuskólanum

Fjör í vinnuskólanum
  • Séð yfir Garðabæ
Árleg íþróttahátíð Vinnuskóla Garðabæjar og Mosfellsbæjar fór fram miðvikudaginn 29. júní á svæðinu við Garðaskóla og á gervigrassvæðinu við Ásgarð. Að þessu sinni sóttu Mosfellingar okkur heim.

Keppt var í ýmsum íþróttagreinum, körfubolta, dodgeball, kappáti, traktorsdrætti, reiptogi og fótbolta. Að þessu sinni sigruðu Garðbæingar á samanlögðum stigum í keppninni.Aðrar skemmtigreinar voru pokahlaup, vörubrettahlaup, flokkstjóraburður, stígvélakast og skautakeppni á sápuhálum plastdúki. Í hádeginu var boðið upp á pizzur og þeim skolað niður með gosi sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson gaf í tilefni dagsins.

Létt var í mannskapnum og veðrið hið besta. Krakkarnir skemmtu sér vel með flokkstjórunum þótti takast vel til.

Smellið á myndirnar til að stækka þær.