31. júl. 2013

Framkvæmdir í miðbænum

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í miðbæ Garðabæjar eins og allir sem eiga leið um Garðatorg hafa tekið eftir.
  • Séð yfir Garðabæ

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í miðbæ Garðabæjar eins og allir sem eiga leið um Garðatorg hafa tekið eftir. Á torginu sjálfu er verið að grafa fyrir bílakjallara tl almennra nota. Bílakjallarinn verður alls um 3.800 fm að stærð og þar verða stæði fyrir um 135 bíla. Stefnt er að því að þessum áfanga ljúki vorið 2014.

Meðfram Vífilsstaðavegi, sunnan við Garðatorg 7, er verið að útbúa um 25 ný bílastæði og þar hefur einnig verið lögð ný gangstétt til að auðvelda aðgengi frá bílastæðunum vestan við Garðatorg 7 inn á torgið sjálft.

Við Kirkjulund er langt komin bygging á tveimur nýjum fjölbýlishúsum en gert er ráð fyrir að þau verði fullkláruð í febrúar 2014.

Framkvæmdunum fylgir vissulega nokkuð rask sem kemur m.a. fram í tímabundinni fækkun bílastæða og þá hafa sprengingar við jarðvinnuna við bílakjallarann ekki farið framhjá neinum í grennd við miðbæinn. Framkvæmdunum fylgir þó líka líf og það er greinilegt að margir hafa gaman af að fylgjast með þeim.

Nánari upplýsingar um framkvæmdir í miðbænum eru hér á vefnum.

Fleiri myndir frá framkvæmdunum eru á facebook síðu Garðabæjar.