23. jún. 2016

Úthlutun úr 19. júní sjóði

19. júní sjóður_2005
  • Séð yfir Garðabæ

Styrkir úr 19. júní sjóði voru afhentir laugardaginn 11. júní sl. á Garðatorgi. Sjóðurinn var stofnaður að tilstuðlan Íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og framkvæmdanefndar um kvennahlaup í Garðabæ í þeim tilgangi að styrkja og efla íþróttir kvenna í Garðabæ.

Í ár hlutu þrír aðilar styrk úr sjóðnum:

1. Anna Día Erlingsdóttir hlaut 50 000 kr fyrir sundnámskeið.

2. Knattspyrnudeild Stjörnunnar hlaut 200 000 kr fyrir Stjörnumót.

3. Gísli Ásgeirsson hlaut 100 000 kr fyrir stofnun hlaupahóps.

 


Ljósmynd Björn Pálsson.
Frá vinstri: Auður Hallgrímsdóttir f.h. 19. júní sjóðs, Tinna Ósk Óskarsdóttir, Þórunn Día Óskarsdóttir, Eygló Myrra Óskarsdóttir, Helga Helgadóttir (ásamt dóttur sinni Rakel Ósk) og Anna Rós Jóhannsdóttir.