Unnið að bættri hljóðvist við Vífilsstaðaveg
Unnið er að bættri hljóðvist í efri-Lundum í samráði við þá íbúa sem búa næst Vífilsstaðavegi.
Haldnir hafa verið tveir fundir með íbúum þar sem farið hefur verið yfir tillögur að landslagsmótun meðfram Vífilsstaðavegi sem miðar að bættri hljóðvist. Á fyrri fundinum komu fram ábendingar frá íbúum og hefur verið unnið að útfærslu tillagnanna í samræmi við þær. Leiðarljósið við hönnunina er að samræma eins og hægt er óskir um útsýni og hljóðvist, með því að hámarki útsýnið og lágmarka hljóðið.
Á seinni fundinm sem var haldinn í gær fimmtudginn 18. júlí, var lögð fram ný tillaga. Fundurinn var vel sóttur og voru íbúar jákvæðir gagnvart nýrri tillögu. Í framhaldi af því fer nú lokahönnun nú í gang og verður hún gerð í samráði við íbúa. Meðal þess sem ákveðið var á fundinum, er að færa hjólastíg inn fyrir hljóðvegg, sem er fyrir framan húsin sem eru næst Karlabraut. Um leið verður veggurinn færður nær götunni.
Rétt er að benda á að manirnar verða upphaflega gerðar hærri en hönnunin gerir ráð fyrir, þar sem þær síga og lækka á fyrstu vikunum.
Glærur Þráins Haukssonar landslagsarkitekts frá fundinum 18. júlí 2013