2. júl. 2013

Óvænt kynni í Hönnunarsafninu

Á sumarsýningu Hönnunarsafns Íslands koma til óvænt kynni við ýmsa vel geymda en ekki gleymda hluti úr íslenskri hönnunarsögu
  • Séð yfir Garðabæ

Sumarsýning Hönnunarsafns Íslands ber heitið Óvænt kynni- Innreið nútímans í íslenska hönnun.

Á sýningunni er sjónum beint að nokkrum þáttum í komu módernismans í íslenska híbýlamenningu frá því um 1930 og fram yfir 1980.

Valin eru nokkur dæmi úr fortíðinni sem eiga erindi til samtímans og varpa nýju og stundum óvæntu ljósi á söguna. Hér má bæði sjá hluti úr safnaeign Hönnunarsafns Íslands og annarra íslenskra menningarminjasafna en einnig koma til óvænt kynni við hluti ? vel geymda en ekki gleymda ? sem varðveist hafa í heimahúsum.

Nánari upplýsingar um sýninguna eru á vef safnsins.