28. jún. 2013

Fjörug en blaut Jónsmessuhátíð

Það var líf og fjör á árlegri Jónsmessuhátíð Grósku sem haldin var í gær. Garðbæingar létu rigninguna ekki stoppa sig heldur fjölmenntu á Sjálandið
  • Séð yfir Garðabæ

Hin árlega Jónsmessugleði Grósku var haldin í fimmta sinn í gær 27. júní.

Myndir frá hátíðinni eru á facebook síðu Garðabæjar.

Hér fyrir neðan er frétt frá formanni Grósku um gleðina:

Hin árlega Jónsmessugleði Grósku var haldin í fimmta sinn í gær 27. júní og tókst hún með eindæmum vel. Þrátt fyrir mikla rigningu í byrjun var aðsóknin mjög góð eins og fyrri ár. Þema sýningarinnar í ár var "Jón".

Fjölbreytt dagskrá

Dagskrá Jónsmessugleðinnar var fjölbreytt að vanda.
 
Jóhann Björn Ævarsson blés gleðina inn á Nævurlúður og Gunnar Einarsson bæjarstjóri setti hana með stuttu ávarpi.

Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, heiðraði Jón Bergsvein Sveinsson með listaverki frá félaga í Grósku fyrir starf hans hjá Garðabæ í tæp þrjátíu ár en hann hefur unnið ötullega að því að halda bænum hreinum. Einnig ber að nefna gott viðmót hans við háa sem lága, stóra og smáa.

Rebekka Jenný Reynisdóttir fór með frumsamið ljóð.

Listamenn Grósku og gestalistamenn frá ART 11 í Kópavogi sýndu 26 listaverk meðfram strandstígnum 

Tónlist, leiklist, andlitmálum og margt fleira

Boðið var upp á ýmis frábær tónlistaratriði á gleðinni. Flytjendur voru Jóhann Björn og Jón Ívarsson, Jazzbræður (Aron,Sindri,Davíð,Örn og Helgi), hljómsveitin Blær (Ásgeir,Ylfa Ellert), Hilmar Hjartarsson spilaði á harmonikku og Emil Snær Eyþórsson á trompet. Einnig buðu ungmennin í skapandi sumarhópnum upp á skemmtilega tónlist en þau heita Rebekka Sif, Árni og Tómas Davíð.

Leikfélagið Draumar var með tvö frábær atriði 

Unga fólkið í skapandi sumarhóp sá um andlitsmálun, pönnukökur og kaffi, viðtöl og myndatökur, vatnslitamálun, akrílmálun og vinabandagerð

Verk nemenda frá Hofstaðaskóla sem tóku þátt í nýsköpunarkeppni grunnskólanna voru sýnd.

Róbert Orri og Dagur Baldvin 11 ára grunnskólapiltar teiknuðu og gröffuðu.

Svalasti Jóninn

Íbúar á Strandvegi tóku þátt í skemmtilegum leik um það hver væri með svalasta Jóninn á svölunum og fengu þrír aðilar listaverk frá félögum í Grósku fyrir sína útfærslu á svalasta Jóninum.

Í tilefni fimm ára afmælis Jónsmessugleði Grósku var einnig ákveðið að bjóða alla Jóna 18 ára og eldri í Garðabæ sérstaklega velkomna á Jónsmessugleðina með boðsbréfi. Jónunum bauðst að setja bréfið sitt í JÓNAPOTT og í lok gleðinnar voru fimm Jónar dregnir út og fengu þeir að gjöf listaverk frá listamönnum í Grósku.

Lokagjörningur Grósku var svo að allir úr Grósku og Jónar úr Garðabæ tóku lagið saman og sungu "Jón er kominn heim".

Velheppnuð og skemmtileg gleði í anda Grósku, GEFUM, gleðjum og njótum. 
 
Að lokum vill stjórn Grósku þakka öllu því fólki sem aðstoðaði okkur við undirbúning Jónsmessugleðinnar.

Kærar þakkir, 
Þóra Einarsdóttir, formaður Grósku