20. jún. 2013

Mættu í köflóttum skyrtum

Sumarvinnan er hafin af fullum krafti hjá ungmennum í Garðabæ. Í síðustu viku voru margir sem unnu að því að fegra bæinn, setja niður sumarblóm og hreinsa til fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní.
  • Séð yfir Garðabæ

Sumarvinnan er hafin af fullum krafti hjá ungmennum í Garðabæ. Í síðustu viku voru margir sem unnu að því að fegra bæinn, setja niður sumarblóm og hreinsa til fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní.  Hjá garðyrkjudeild bæjarins starfa fjölmargir sumarstarfsmenn og þeir stóðu sig vel við allan undirbúning.  Meðfylgjandi mynd er af starfsmönnum í blómahóp og viðhaldshóp hjá garðyrkjudeildinni ásamt garðyrkjustjóra Garðabæjar Smára Guðmundssyni (fjórði frá hægri í efri röð).  Myndin var tekin síðasta vinnudag fyrir 17. júní en þá brugðu sumarstarfsmennirnir á leik og mættu í köflóttum skyrtum til þess að líkjast Smára garðyrkjustjóra.