20. jún. 2013

Vinaheimsókn leikskóla

Í byrjun júní eða nánar tiltekið þann 6. júní heimsóttu leikskólabörn af Bæjarbóli við Bæjarbraut leikskólann Holtakot á Álftanesi. Elstu börnin á Bæjarbóli tóku strætó og þegar á staðinn var komið var farið inn í sal þar sem boðið var upp á ávexti
  • Séð yfir Garðabæ

 Leikskólarnir Bæjarból og Holtakot starfa báðir undir merkjum heilsuskóla og stofnuðu til vinasambands eftir að Garðabær og Álftanes sameinuðust. Í byrjun júní eða nánar tiltekið þann 6. júní heimsóttu leikskólabörn af Bæjarbóli við Bæjarbraut leikskólann Holtakot á Álftanesi.   Elstu börnin á Bæjarbóli tóku strætó og þegar á staðinn var komið var farið inn í sal þar sem boðið var upp á ávexti og allir kynntu sig.

Skemmtileg fjöruferð

Að því loknu var gengið niður í fjöru og farið í skemmtilegan ratleik.  Það vakti mikla athygli barnanna þegar þau fundið dáinn andarunga og var hann jarðaður af mikilli alúð.  Eftir ratleikinn fengu börnin börnin pylsur og ávaxtasafa og settust saman úti á túni og spjölluðu um þrautirnar í ratleiknum.  Allir hóparnir áttu að búa til einn staf úr efnivið úr náttúrunni og saman mynduðu stafirnir orðið ,,vinátta”. Að lokum afhentu börnin á Holtakoti vinum sínum á Bæjarbóli verðlaunapeninga sem þau höfðu búið til sjálf. Það voru því ánægð og glöð börn sem héldu heim á leið með strætó eftir vel heppnaða heimsókn út á Álftanes.

 Sjá einnig vef Bæjarbóls.