14. jún. 2013

Kvennahlaupið í Garðabæ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í 24. sinn laugardaginn 8. júní sl. Alls tóku um 14 000 konur þátt á 81 stað um allt land og á um 17 stöðum í 11 löndum erlendis. Aðalhlaupið var að venju í Garðabæ og þar voru mættar um 4500 konur til að taka þátt í hlaupinu.
  • Séð yfir Garðabæ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í 24. sinn laugardaginn 8. júní sl.  Alls tóku um 14 000 konur þátt á 81 stað um allt land og á um 17 stöðum í 11 löndum erlendis. Aðalhlaupið var að venju í Garðabæ og þar voru mættar um 4500 konur til að taka þátt í hlaupinu. 

Í þetta sinn var upphitun fyrir hlaupið fyrir framan Flataskóla í Garðabæ og  þar myndaðist góð stemmning meðal þátttakenda og kl. 14 var lagt af stað í hlaupið.  Í hlaupinu var hægt að velja um nokkrar vegalengdir frá 2 km og upp í 10 km. Að loknu hlaupi fengu konur verðlaunapening og boðið var upp á kaffi og annað góðgæti.

 
Að þessu sinni var Sigríður Axels Nash elsti þátttakandinn sem tók þátt í hlaupinu í Garðabæ. Sigríður er fædd árið 1919 og er því 94 ár gömul. Sígríður fékk grip sem gefin var til minningar um Lovísu Einarsdóttir, íþróttakennara og upphafskona Kvennahlaupsins, en Lovísa lést fyrr á árinu

Á vef Sjóvár er hægt að sjá myndir frá hlaupinu.