4. jún. 2013

Skráning í skólagarða stendur yfir

Skólagarðar í Silfurtúni opna þann 3. júní. Skráning fer fram á staðnum fyrstu dagana í júní. Skólagarðar eru ætlaðir börnum 6 – 13 ára.
  • Séð yfir Garðabæ

Skólagarðar í Silfurtúni opna þann 3. júní. Skráning fer fram á staðnum fyrstu dagana í júní. Skólagarðar eru ætlaðir börnum 6 – 13 ára.

Hver reitur er 2,5 x 5 metrar að stærð. Börnin fá útsæðis kartöflur og kálplöntur til að rækta. Leigan er kr. 3.500.- yfir sumarið.

Tveir leiðbeinendur ásamt aðstoðarfólki eru í skólagörðunum börnum til aðstoðar við ræktunina. Skólagarðarnir eru ekki lokaður gæsluvöllur. Börnunum er frjálst að dvelja þar yfir daginn og borða nestið sitt á staðnum.

Athugið: Greiðsluseðlarendir verða sendir út frá Bæjarskrifstofu sem hægt er að greiða í heimabanka.

Garðyrkjustjóri