3. jún. 2013

Í góðu yfirlæti í Þórsmörk

Nemendur Garðaskóla sem eru í útskriftarferð í Þórsmörk eru í góðu yfirlæti eftir hrakninga á leiðinni
  • Séð yfir Garðabæ

Nemendur í 10. bekk í Garðaskóla sem eru í útskriftarferð í Þórsmörk eru þar í góðu yfirlæti eftir hrakninga á leiðinni. Nemendurnir lentu í þeirri óskemmtilegu reynslu að rútan sem þeir voru í, ásamt tveimur kennurum, festist í Krossá og tók um hálftíma að ná henni upp úr aftur.

Vatn flæddi inn í farangursrými rútunnar og því er hluti af farangri nemendanna blautur og er verið að aka með hann aftur í Garðabæinn.

Nánari upplýsingar eru á vef Garðaskóla og í Garðalundi í síma 590 2575.