30. maí 2013

Nemendur sáu Ferðasögu Guðríðar

Nemendum í 9. bekk Garðaskóla var boðið að koma og sjá leikritið Ferðasaga Guðríðar í Garðakirkju fimmtudaginn 30. maí. Þórunn Erna Clausen leikkona sem var útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2012 fer með öll hlutverk í sýningunni.
  • Séð yfir Garðabæ

Nemendum í 9. bekk Garðaskóla var boðið að koma og sjá leikritið Ferðasaga Guðríðar í Garðakirkju fimmtudaginn 30. maí.  Þórunn Erna Clausen leikkona sem var útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2012 fer með öll hlutverk í sýningunni.  Ferðasaga Guðríðar er einleikur þar sem sögð er sagan af hinni mögnuðu víkingakonu Guðríði Þorbjarnardóttur sem sigldi til Ameríku í kringum árið 1000 og eignaðist þar fyrsta evrópska barnið. 

Þórunn Clausen endurtekur leikinn í kvöld fyrir almenning en Garðbæingum og öðrum leiklistarunnendum er boðið á sýningu í Garðakirkju fimmtudagskvöldið 30. maí kl. 20. Garðakirkja er staðsett á Garðaholti við Garðaveg í Garðabæ og aðgangur er ókeypis í boði menningar- og safnanefndar.  Þeir sem komast ekki á fimmtudagssýninguna geta lagt leið sína í Garðakirkju sunnudagskvöldið 9. júní þegar sýningin verður endurtekin.  

Ferðasaga Guðríðar er einleikur þar sem sögð er sagan af hinni mögnuðu víkingakonu Guðríði Þorbjarnardóttur sem sigldi til Ameríku í kringum árið 1000 og eignaðist þar fyrsta evrópska barnið.  Þetta er saga um ástir, hugrekki og baráttu einnar konu til að láta drauma sína rætast í heimi þar sem pestir, stríð og draugagangur voru daglegt brauð. Leikkonan leikur allar persónur verksins, karla og konur allt frá Leif heppna til Guðríðar sjálfrar.  Áhorfendur mega eiga von á að fara með leikkonunni í einstakt, hjartnæmt en jafnframt sprenghlægilegt ferðalag í gegnum Víkingatímann.  María Ellingsen er leikstjóri verksins og um leikgerð sáu María Ellingsen og Þórunn Erna Clausen upp úr leikriti Brynju Benediktsdóttur The Saga of Guðríður. 

Sjá nánar um sýninguna hér.

null