15. maí 2013

Fróðlegar sögugöngur

Þriðjudagskvöldið 14. maí og laugardaginn 11. maí bauð Bókasafn Garðabæjar upp á sögugöngur fyrir almenning í samstarfi við menningar- og safnanefnd Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ

Þriðjudagskvöldið 14. maí og laugardaginn 11. maí bauð Bókasafn Garðabæjar upp á sögugöngur fyrir almenning í samstarfi við menningar- og safnanefnd Garðabæjar.  Þetta er annað árið í röð sem bókasafnið býður upp á sögugöngur og góð mæting var í göngurnar.

Þriðjudagskvöldið 14. maí leiddi Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðingur kvöldgöngu á Álftanesi. Góður hópur fólks mætti við bókasafnið á Álftanesi sem er staðsett í Álftanesskóla og gekk þaðan meðfram ,,Bökkunum" að Sviðholti og fleiri staða á Álftanesi þar sem farið var yfir ýmsan sögulegan fróðleik um svæðið.  Á laugardeginum var einnig góð mæting í sögugöngu sem var auglýst sem fjölskylduganga. Þá var gengið frá bókasafninu á Álftanesi upp að Jörva þar sem María B. Sveinsdóttir tók á móti hópnum og sagði m.a. frá hernámsminjum sem finna má í túnjaðrinum á Jörva. Ákaflega vel heppnuð ganga í yndislegu veðri. Eftir gönguna kom hópurinn saman á bókasafninu þar sem boðið var upp á heitt kakó og kanilsnúða

Sjá einnig vefsíðu bókasafnsins.