10. maí 2013

Spjall um íslenska leirinn

Sunnudaginn 12. maí kl. 14 mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsins ganga um sýninguna Innlit í Glit ásamt Sigríði Erlu Guðmundsdóttur leirlistakonu og spjalla um íslenska leirinn og reynslu Sigríðar af honum.
  • Séð yfir Garðabæ

Sunnudaginn 12. maí kl. 14 mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsins ganga um sýninguna Innlit í Glit ásamt Sigríði Erlu Guðmundsdóttur leirlistakonu og spjalla um íslenska leirinn og reynslu Sigríðar af honum. Frumherjar í íslenskri leirlistasögu á 20. öld áttu það allir sameiginlegt að vinna með íslenskan leir. Margar rannsóknir og tilraunir voru gerðar með leirinn og eiginleika hans. Oft enduðu þær með því að hætt var að nota íslenska leirinn vegna þess hversu erfiður hann var í mótun og brennslu í samanburði við innfluttan leir. Í Glit var lögð rík áhersla á að nota íslenskt hráefni og var unnið með íslenska leirinn frá stofnun leirbrennslunnar árið 1958 til um 1970-71.

Sýningin Innlit í Glit opnaði í Hönnunarsafni Íslands í byrjun febrúar á þessu ári og stendur fram til 26. maí nk. Hönnunarsafn Íslands er til húsa að Garðatorgi 1 og er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17. Sjá einnig vefsíðu safnsins, www.honnunarsafn.is