30. apr. 2013

Opin hús í leikskólum

Leikskólar í Garðabæ bjóða bæjarbúum á opið hús laugardaginn 4. maí nk.
  • Séð yfir Garðabæ

Leikskólar í Garðabæ bjóða bæjarbúum á opið hús laugardaginn 4. maí nk. Þennan dag gefst fjölskyldum, og öllum sem áhuga hafa, gott tækifæri til að kynna sér leikskólana og starf þeirra. Börnin hafa mjög gaman af því að bjóða vinum og vandamönnum í heimsókn í leikskólann sinn og sýna þeim stolt og ánægð, það sem þau hafa verið að gera yfir veturinn.

Opið hús á sér oft langan aðdraganda. Starfsfólk hefur geymt verk barnanna yfir veturinn. Þau eru nú tekin fram og hengd upp eða höfð til sýnis á annan hátt. Bækur, ljósmyndir og leikföng eru látin liggja frammi og einnig er hægt að leika sér á útileiksvæði leikskólans, ef veður leyfir.

Foreldrar væntanlegra leikskólabarna eru sérstaklega boðnir velkomnir og fá þarna gott tækifæri til að kynna sér það sem hver og einn leikskóli hefur upp á að bjóða.

Bæjarbúar eru hvattir til að heimsækja leikskólana laugardaginn 4. maí Starfsfólkið mun taka vel á móti ykkur.

Leikskólarnir verða opnir sem hér segir: 

Akrar   kl. 11.00-13.00  
Ásar og Litlu Ásar  kl. 10.00-12.00
Bæjarból  kl. 11.00-13.00
Holtakot  kl. 10.00-12.00
Hæðarból  kl. 11.00-13.00
Krakkakot  kl. 11.00-13.00
Kirkjuból  kl. 10.00-12.00
Leikskóladeild Barnaskóla
Hjallastefnunnar 
 kl. 10.00-12.00
Leikskóladeild Flataskóla  kl.10.00-12.00
Lundaból  kl. 10.00-12.00
Sjáland  kl. 11.00-13.00
Sunnuhvoll  kl. 11.00-13.00