26. apr. 2013

Sumarsýning Grósku

Gróska, samtök myndlistarmanna og áhugamanna um myndlist í Garðabæ, opnaði sína fimmtu sumarsamsýningu á síðasta degi vetrar miðvikudaginn 24. apríl sl. Sýningin er haldin í Gróskusalnum á 2. hæð á Garðatorgi 1 en jafnframt eru nokkur verk til sýnis í göngugötunni á Garðatorgi.
  • Séð yfir Garðabæ

Gróska, samtök myndlistarmanna og áhugamanna um myndlist í Garðabæ, opnaði sína fimmtu sumarsamsýningu á síðasta degi vetrar miðvikudaginn 24. apríl sl.  Sýningin er haldin í Gróskusalnum á 2. hæð á Garðatorgi 1 en jafnframt eru nokkur verk til sýnis í göngugötunni á Garðatorgi.  Yfir 30 listamenn eiga verk á sýningunni sem er opin daglega frá kl. 11-18 til sunnudagsins 28. apríl nk. Þóra Einarsdóttir formaður Grósku opnaði sýninguna og fjölmargir lögðu leið sína á torgið við þetta tækifæri.  Ungir hljóðfæraleikarar sem kalla sig Jazzbræður léku ljúfa tóna á torginu, Álftaneskórinn tók nokkur lög og gestir og gangandi gátu gætt sér á ljúffengum ávöxtum sem voru listilega framreiddir.