13. sep. 2016

Hvernig bókasafn vilt þú?

Starfsfólk Bókasafns Garðabæjar leitar til íbúa bæjarins um að svara stuttri rafrænni könnun um starfsemi safnsins.
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsfólk Bókasafns Garðabæjar leitar til íbúa bæjarins um að svara stuttri rafrænni könnun um starfsemi safnsins. Markmiðið er að veita sem besta þjónustu, bækur og gögn, viðburði og klúbba sem völ er á.

Hægt er að svara könnuninni  með því smella á tengilinn hér fyrir neðan. Það tekur aðeins um 5-10 mínútur að svara könnuninni og ekki er hægt að rekja svörin til einstaklinga.

Niðurstöður úr könnuninni verða nýttar til að þróa og byggja upp Bókasafn Garðbæjar í takt við samfélagið og að endurspegla kröfur og væntingar bæjarbúa. Sjá nánar á vef Bókasafnsins.

Garðbæingar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni. Smellið á myndina hér fyrir neðan til að opna könnunina.

Þjónustu- og viðhorfskönnun Bókasafns Garðabæjar