17. apr. 2015

Sumardagurinn fyrsti í Garðabæ

Fjölbreytt hátíðarhöld verða í Garðabæ sumardaginn fyrsta 25. apríl
  • Séð yfir Garðabæ

Hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta eru í umsjá Skátafélagsins Vífils. Sumardagurinn fyrsti er afmælisdagur félagsins, í ár sá fertugasti og sjötti.

Dagskrá

Auglýsing um dagskrána í pdf-skjali

Skátamessa í Vídalínskirkju kl. 13

Dagurinn hefst með skátaguðsþjónustu í Vídalínskirkju kl. 13.00. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar. Þar munu skátar endurnýja skátaheitið og taka á móti ýmsum viðurkenningum.

Skrúðganga að Hofsstaðaskóla

Skrúðganga hefst að venju kl. 14. Gengið verður frá Vídalínskirkju, niður Hofsstaðabraut, eftir Bæjarbraut að Hofsstaðaskóla. Skátaforingjar úr Vífli sjá um fánaborg í skrúðgöngunni og Blásarasveit um göngutakt og hressan undirleik.

Dagskrá við Hofsstaðaskóla

Við Hofsstaðaskóla verður boðið uppá skemmtidagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, s.s. þrautabraut, kassaklifur, leiktæki o.fl. Hinn eini sanni Jónsi skmemtir. Zumba Dívurnar dansa diskó og flutt verða söngatriði frá Garðalundi og úr söngleiknum VÍ will rock you. Hjálparsveit skáta verður á staðnum með sýnishorn af búnaði sínum

Árleg kaffisala Vífils og hið víðfræga tertuhlaðborð verður í Hofsstaðaskóla.

Sjáumst.

Skátafélagið Vífill

Merki Skátafélagsins Vífils