25. jan. 2013

Garðbæingum fjölgar

Garðbæingum fjölgar
  • Séð yfir Garðabæ

Alls fluttu 222 einstaklingar til Garðabæjar á fyrsta fjórðungi þessa árs. Á sama tíma fluttu 165 frá Garðabæ. Aðfluttir Garðbæingar eru því 57 umfram þá sem fluttu frá bænum á þessum tíma. Þetta kemur fram í nýrri fréttatilkynningu Hagstofu Íslands um búferlaflutninga janúar-mars 2002.

Aðfluttir umfram brottflutta eru flestir í Kópavogi (156) á þessum tíma, næstflestir í Hafnarfirði (126) en Garðbær kemur í þriðja sæti með 57 nýja Garðbæinga umfram þá sem fluttu brott.

Af þeim 222 einstaklingum sem fluttu til Garðabæjar mánuðina janúar til mars 2002 komu 157 frá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðisins, 23 frá landsbyggðinni og 42 frá útlöndum.

Sjá nánar í
frétt á vef Hagstofu Íslands.