15. apr. 2013

Hlaut verðlaun í teiknisamkeppni

Manúel Breki Geirsson, nemandi í 4. GG Hofsstaðaskóla hlaut verðlaun í teiknisamkeppni grunnskólanna í ár.
  • Séð yfir Garðabæ

Manúel Breki Geirsson, nemandi í 4. GG Hofsstaðaskóla hlaut verðlaun í teiknisamkeppni grunnskólanna í ár en hún er haldin árlega í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti í síðustu viku um úrslit í samkeppninni.

Tíu nemendum voru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagt var fyrir menntamálaráðherra, sem jafnframt er formaður dómnefndar. Í keppnina bárust um 1000 myndir frá 46 skólum og var mikið af fallegum og skemmtilegum myndum í keppninni.

Vinningshafar voru:

Jenný Ólöf Guðbrandsdóttir, 4. E.J,  Ártúnsskóla Reykjavík
Austéja Stasinskaite, 4 Þ.Ó, Fellaskóla Reykjavík
Sara Mantero, bekk 41, Húsaskóla Reykjavík
María Mínerva Atladóttir, 4.B, Vesturbæjarskóli Reykjavík
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, 4. PR, Lindaskóla Kópavogi
Kolbrún Tinna Hauksdóttir, 4. Hófsóley, Vatnsendaskóli Kópavogi
Manúel Breki Geirsson, 4 G.G, Hofstaðaskóla Garðabæ
Vikingur Leon Þórðarson, 4 bekkur, Blönduskóla Blönduósi
Ásgrímur Þór Ásgeirsson, 4 bekkur, Brúarásskóla Egilsstöðum
Íris Ósk Mikaelsdóttir, 4 bekkur, Egilsstaðaskóla Egilsstöðum 

Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins stendur að keppninni hér á landi. Markmið keppninnar er að vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna. Neysla mjólkur hefur aukist í grunnskólum á undanförnum árum, sem m.a. má rekja til mjólkurkælivéla sem víða hafa verið settar upp í skólunum.

Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Að því tilefni, sem fyrr segir, fer árlega fram hér á landi teiknisamkeppni meðal nemanda í fjórða bekk í grunnskólum landsins. Eru verðlaunateikningarnar notaðar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins sem fram fer í september ár hvert.