12. apr. 2013

Lovísa Einarsdóttir kvödd

Lovísa Einarsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í dag 12. apríl kl. 15
  • Séð yfir Garðabæ

Lovísa Einarsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í dag 12. apríl. Lovísa fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1943. Hún lést 31. mars sl.

Lovísa var mjög virk í bæjarlífinu í Garðabæ. Hún sat í bæjarstjórn Garðabæjar árin 1998-2002 og var varabæjarfulltrúi á árunum 2002-2006. Hún starfaði einnig í mörgum nefndum á vegum bæjarins, m.a. í menningarmálanefnd og í stjórn Hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar. Lovísa tók líka þátt í félagsstarfi í bænum en hún var virk í starfi Kvenfélags Garðabæjar og Norræna félagsins í Garðabæ í áratugi.

Lovísa var einn helsti frumkvöðullinn að Kvennahlaupi ÍSÍ og sat í undirbúningsnefnd þess í mörg ár.

Lovísa hlaut margar viðurkenningar fyrir störf sín að félags- og íþróttamálum. Hún hlaut fálkaorðuna árið 2008, viðurkenningu frá Alþjóðaólympíunefndinni árið 2008 og Samhjálp kvenna. Hún hlaut gullmerki ÍSÍ árið 1996 og var síðar gerð að heiðursfélaga sambandsins.

Bæjarstjórn Garðabæjar sendir fjölskyldu Lovísu innilegar samúðarkveðjur um leið og henni er þakkað fyrir góð störf sín í þágu bæjarins.

Frá 600. fundi bæjarstjórnar í júní 2006

Myndin var tekin þegar bæjarstjórn Garðabæjar kom saman til síns 600. fundar í júní 2006. Lovísa er þriðja frá hægri.