22. mar. 2013

Góugleði Kvennakórsins

Góugleði Kvennakórs Garðabæjar var haldin í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli fimmtudagskvöldið 14. mars sl. Góugleðin var sannkölluð menningarveisla í tali og tónum og vel sótt.
  • Séð yfir Garðabæ

Góugleði Kvennakórs Garðabæjar var haldin í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli fimmtudagskvöldið 14. mars sl.  Góugleðin var sannkölluð menningarveisla í tali og tónum og vel sótt.  Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur var veislustjóri kvöldsins og kynnti dagskrána. Þórunn Erna Clausen leikkona og bæjarlistamaður Garðabæjar steig á svið ásamt Guðrúnu Árnýju söngkonu og fluttu saman vel valin lög.  Ungir og efnilegir nemendur við Tónlistarskóla Garðabæjar sem skipa saman saxófónkvartett stigu einnig á svið og fallegir tónar ómuðu um salinn. Kvennakórskonur sungu einnig nokkur lög á Góugleðinni. 

Við þetta tækifæri var skrifað undir samstarfssamning á milli kórsins og Garðabæjar.  Samningurinn er til þriggja ára og markmið samningsins er að Kvennakór Garðabæjar efli enn frekar menningarlíf í Garðabæ og stuðli að áframhaldandi samstarfi kóra í bænum.