8. des. 2017

Jólastemning á Garðatorgi

Jólastemning á Garðatorgi
  • Séð yfir Garðabæ
Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Garðatorgi í Garðabæ laugardaginn 9. desember kl. 15.45. Jólatréð er gjöf frá vinabæ Garðabæjar í Noregi, Asker og er það norski sendiherrann á Íslandi, Kjell Halvorssen, sem afhendir tréð formlega. Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar veitir trénu viðtöku. Við athöfnina leikur blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar jólalög, kór Hofsstaðaskóla syngur og jólasveinar koma í heimsókn. Á Garðatorgi verður jafnframt handverksmarkaður þar sem fylgjast má með handverksmönnum að störfum og Kvenfélag Garðabæjar selur kaffi og vöfflur.