28. okt. 2008

Bangsadagur á Bókasafninu

Bangsadagur á Bókasafninu
  • Séð yfir Garðabæ
Það verður mikið um að vera á Bókasafni Garðabæjar nk. föstudag þegar alþjóðlegur bangsadagur verður haldinn hátíðlegur með bangsadagskrá. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á bókasöfnum um allan heim. Bangsavinir hafa valið sér þennan dag, sem er fæðingardagur Theodore Roosevelt fyrrverandi Bandaríkjaforseta en fyrsti "Teddy" björninn var einmitt skírður eftir honum. Sagan segir að eitt sinn sem oftar þegar hann var á bjarndýraveiðum hafi hann rekist á lítinn varnarlausan bjarnarhún og vorkennt honum svo mikið að hann ákvað að sleppa honum lausum. Þema dagsins eru bangsar af öllum stærðum og gerðum. Bangsabókum verður stillt upp á áberandi stað í safninu og sýndar verða bangsamyndir og lesnar bangsasögur og ljóð. Leikskólar og nemendur yngstu bekkja grunnskóla í Garðabæ eru hvattir til að koma og heimsækja bókasafnið á bangsadaginn ásamt öðrum bangsaaðdáendum á öllum aldri.