Íbúafundur um miðsvæði Áfltaness
Dómnefnd í samkeppni um deiliskipulag miðsvæðis á Álftanesi boðar til íbúafundar um þróun svæðisins, í Álftanesskóla, fimmtudaginn 12. janúar kl. 17-18.30.
Fundurinn verður haldinn í Álftanesskóla fimmtudaginn 12. janúar klukkan 17.00-18.30.
Svæðið sem samkeppnin nær til er um 40 ha að stærð og innan þess eru öll óbyggð svæði á Suðurnesi eins og sjá má á meðfylgjandi yfirlitsmynd.
Á fundinum verður farið yfir helstu skipulagsforsendur og kallað eftir væntingum og hugmyndum íbúa um framtíð byggðar á svæðinu.
Dómnefnd vinnur nú að gerð samkeppnislýsingar í samráði við skipulagsnefnd og bæjarstjórn. Samráð við íbúa er mikilvægur þáttur í mótun þeirra markmiða sem lögð verða til grundvallar í framkvæmd samkeppninnar.
Í kjölfar fundar verður hægt að senda ábendingar og hugmyndir til nefndarinnar fram til miðvikudagsins 18. janúar.