8. mar. 2013

Hópfimleikamót í Ásgarði

Um síðastliðna helgi, 1.-3.mars, fór fram Íslandsmót unglinga í hópfimleikum í íþróttamiðstöðinni Ásgarði. Yfir 50 lið frá 11 félögum tóku þátt á mótinu og keppt var í 5 mismunandi flokkum kvenna, karla og blandaðra liða.
  • Séð yfir Garðabæ

Um síðastliðna helgi, 1.-3.mars, fór fram Íslandsmót unglinga í hópfimleikum í íþróttamiðstöðinni Ásgarði. Yfir 50 lið frá 11 félögum tóku þátt á mótinu og keppt var í 5 mismunandi flokkum kvenna, karla og blandaðra liða. Spennan var gríðarleg og stóð Stjarnan uppi sem sigurvegari í 1. flokki stúlkna, með 50,17 stig, þar á eftir komu lið Gerplu og Selfoss. Í 1. flokki pilta sigraði Gerpla og í blönduðum flokki lið Ármanns. Stjarnan hampaði einnig titlinum í opnum flokki stúlkna en þar á eftir komu lið Hattar og Selfoss. En í blönduðum flokki sigraði lið Fima. Gerpla sigraði í 2.flokki stúlkna, Selfoss í piltaflokki og Höttur í blönduðum flokki. Í 3.flokki stúlkna sigraði Selfoss og í piltaflokki Höttur. Í 4.flokki stúlkna sigraði Selfoss. 
 
 
Gaman var að sjá hversu mörg lið tóku þátt og um leið hversu mikill vöxtur er í fimleikum um allt land.
Ítarlegri niðurstöður er hægt að nálgast á vefnum www.fimleikasamband.is.