6. mar. 2013

Tilkynning til foreldra skólabarna

Foreldrum er nú óhætt að sækja börn sín í skólana ef þeir hafa tök á því. Minnt er á að börnin eru örugg og í góðri umsjá í skólunum þar til þau verða sótt eða þau aðstoðuð heim.
  • Séð yfir Garðabæ

Tilkynning á fésbókarsíðu Lögreglu höfuðborgarsvæðisins kl.15:30 miðvikudaginn 6. mars:

Flestar stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu eru nú færar umferð. Korpuvegur er þó ófær og er umferð til og frá Grafarvogi beint um Gullinbrú og Víkurveg. Ártúnsbrekka er þungfær, sem og aðreinar upp á Höfðabakkabrú. Reykjanesbraut er lokuð til suðurs við Garðabæ vegna umferðaróhapps. Lögregla og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu leggja áherslu á að fólk fari varlega og sé vakandi.yfir færðinni þar sem mjög þungfært er í íbúahverfum og færð ótrygg.

Foreldrum er nú óhætt að sækja börn sín í skólana ef þeir hafa tök á því. Minnt er á að börnin eru örugg og í góðri umsjá í skólunum þar til þau verða sótt eða þau aðstoðuð heim. Fólk er beðið um að taka enga óþarfa áhættu við að sækja börnin, ekki væsir um þau í skólunum. Foreldrum er jafnframt bent á að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu og almannavörnum á samfélagsmiðlum og í fréttum varðandi morgundaginn.