1. mar. 2013

Álftanesskóli vann "Veistu svarið"

Lið Álftanesskóla fór með sigur af hólmi í spurningakeppninni Veistu svarið en úrslitaviðureign keppninnar fór fram í vikunni.
  • Séð yfir Garðabæ

Lið Álftanesskóla fór með sigur af hólmi í spurningakeppninni Veistu svarið en úrslitaviðureign keppninnar fór fram í vikunni.

Veistu svarið er keppni á milli skóla/félagsmiðstöðva í Hafnarfirði og á Álftanesi. Úrslitakeppnin fór fram í Flensborg og öttu Álftnesingar þar kappi við Hraunvallaskóla/Mosann. Bæði liðin stóðu sig vel og var keppnin hörkuspennandi og endaði í bráðabana þar sem Álftanesskóli vann að lokum. 

Þess má geta að þetta er þriðja skiptið í röð sem Álftanesskóli keppuir til úrslita í Veistu svarið. 
 
Í átta liða úrslitum keppti liðið við Víðstaðaskóla/Hraunið og í undanúrslitum við Öldutúnsskóla/Ölduna. 
 
Lið Álftanesskóla skipa þeir:

Daníel Þór Wilcox
Guðmundur Ingi Bjarnason
Sigurjón Björn Torfason
Þorgeir Páll Gíslason


Daníel var fjarverandi í úrslitunum og í undanúrslitunum og því keppti Sigurjón en hann var fyrsti varamaður.