6. feb. 2013

Lífshlaupið sett í Flataskóla

Lífshlaupinu - landskeppni í hreyfingu var hrundið af stað í Flataskóla í morgun en skólinn var sigurvegari í Lífshlaupinu í fyrra, bæði hjá nemendum og starfsfólki.
  • Séð yfir Garðabæ

Lífshlaupinu - landskeppni í hreyfingu var hrundið af stað í Flataskóla í morgun en skólinn var sigurvegari í Lífshlaupinu í fyrra, bæði hjá nemendum og starfsfólki.

Allir nemendur skólans mættu með kennurum og starfsfólki í hátíðarsalinn. Þangað mættu einnig góðir gestir; Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Gunnar Einarsson, bæjarstóri Garðabæjar, Geir Gunnlaugsson landlæknir, Ólafur Rafnsson, forseti Íþróttasambands Íslands og fleiri aðstandendur Lífshlaupsins.

Eftir nokkur orð frá gestunum og skólastjóra voru fjórir knáir íþróttamenn krýndir með platínuorðu fyrir að hafa hreyft sig daglega allt árið. Nemendur sungu síðan lögin um Jóa útherja og Á skíðum skemmti ég mér undir stjórn Jóns Bjarna tónmenntakennara skólans.

Samkomunni lauk með keppni milli tveggja liða sem voru skipuð þeim Katrínu mennta- og menningarmálaráðherra, Ólöfu Sigurðardóttur skólastjóra, Rögnu Gunnarsdóttur kennara í 3. bekk, Gunnari bæjarstjóra, Geir landlækni, Hafsteini Pálssyni frá ÍSÍ og sex nemendum úr 7. bekk. Keppt var í dekkjahlaupi, sippi og armbeygjum.

Fleiri myndir eru á vef Flataskóla