8. sep. 2016

Hamingjuóskir frá nágrönnum

Borgarstjóri og bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu óska Garðbæingum til hamingju með 40 ára afmælið
  • Séð yfir Garðabæ

Borgarstjóri og bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu óska Garðbæingum til hamingju með 40 ára afmælið. Í lok fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) sem haldinn var mánudaginn 5. september sl. var Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Garðabæjar afhentur blómvöndur með hamingjuóskum. Blómvöndurinn prýðir nú afgreiðsluborðið í þjónustuveri bæjarins.

Á myndinni eru frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gunnar Einarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness,  Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.