28. jan. 2013

Þorrablót á Holtakoti

Á Heilsuleikskólanum Holtakoti á Álftanesi var bóndadagurinn haldinn hátíðlegur með þorrablóti.
  • Séð yfir Garðabæ

Á Heilsuleikskólanum Holtakoti á Álftanesi var bóndadagurinn haldinn hátíðlegur með þorrablóti.

Hátíðin byrjaði strax klukkan 8 að morgni en börnin buðu feðrum sínum og öfum í kaffi og þorramat í morgunsárið. Þegar afar, pabbar og börn höfðu borðað nægju sína af súrum pungum, hákarli, flatkökum og fleiru góðgæti hittust allir í sal leikskólans. Börnin á hverri deild höfðu æft eitt lag sem þau sungu af mikilli list fyrir gestina og að lokum sungu allir saman þrjú lög í anda þorrans.

Við þökkum öllum feðrum og öfum sem sáu sér fært að koma og vera með okkur á Bóndadaginn.