24. jan. 2013

Skólalið Álftanesskóla sigraði Útsvarsliðið

Skólalið Álftanesskóla fór með sigur af hólmi í jafnri og spennandi spurningakeppni á móti Útsvarsliði Álftaness sem fram fór í gær
  • Séð yfir Garðabæ

Skólalið Álftanesskóla fór með sigur af hólmi í jafnri og spennandi spurningakeppni við Útsvarslið Álftaness sem fram fór í Álftanesskóla miðvikudagskvöldið 23. janúar.

Keppnin var hluti af undirbúningi Skólaliðs Álftanesskóla fyrir keppnina "Veistu svarið" þar sem liðið keppir á móti skólum í Hafnarfirði. Næsta miðvikudagskvöld keppir liðið við Víðistaðaskóla í fyrstu umferð í þeirri keppni. Einnig var þetta síðasta formlega keppni Útsvarsliðs Álftaness þar sem keppt verður undir nafni Garðabæjar í Útsvari á næsta ári.

Skólalið Álftanesskóla skipa þeir Daníel Þór Wilcox, Guðmundur Ingi Bjarnason og Þorgeir Páll Gíslason. Útsvarslið Álftaness skipa þau Ingrid Kuhlman, Tryggvi Baldvinsson og Einar Sverrir Tryggvason. Spurningahöfundur og spyrill var Gauti Eiríksson.

Keppnin fór 38- 32 fyrir Skólaliðinu en keppnin var mjög jöfn lengst af.

Bæði liðin fá kærar þakkir fyrir þátttökuna í keppninni sem var samstarfsverkefni félagsmiðstöðvarinnar Elítunnar og Álftanesskóla. Spurningakeppnisval Álftanesskóla sá um framkvæmd keppninnar.