11. jan. 2013

Gerum góða skóla betri

Garðabær boðar til þings um skólamál í Garðabæ föstudaginn 18. janúar kl. 12.30 í Urðarbrunni í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Á þinginu verður rætt um hvernig auka megi samfellu í námi barna og ungmenna í Garðabæ, frá leikskóla til stúdentsprófs.
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær boðar til þings um skólamál í Garðabæ föstudaginn 18. janúar kl. 12.30 í Urðarbrunni í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Á þinginu verður rætt um hvernig auka megi samfellu í námi barna og ungmenna í Garðabæ, frá leikskóla til stúdentsprófs.

Framsögumaður á þinginu verður Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrverandi skólameistari FG en hann og Gunnlaugur Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri Garðaskóla hafa unnið greinargerð fyrir Garðabæ um ávinning af samfellu í námi barna og ungmenna, sem er eitt af áhersluatriðunum í skólastefnu Garðabæjar.

Garðabær hefur óskað eftir viðræðum við menntamálaráðuneytið um hvort og með hvaða hætti Garðabær geti tekið að sér rekstur Fjölbrautaskólans í Garðabæ sem tilrauna- og þróunarverkefni. Markmiðið er m.a. að auka samfellu í námi og um leið að auka sveigjanleika á skilum skólastiganna. 

Á þinginu gefst bæjarbúum einstakt tækifæri til að koma fram með hugmyndir sem geta stuðlað að bættu skólasamfélagi í Garðabæ.

Skólaþingið er öllum opið. Foreldrar barna í leikskólum, grunnskólum og í framhaldsskóla eru sérstaklega hvattir til þátttöku sem og starfsfólk skólanna.

Auglýsing með dagskrá skólaþingsins.