27. des. 2012

Val á íþróttamanni Garðabæjar 2012

Þrettán íþróttamenn eru tilnefndir til íþróttamanns Garðabæjar 2012, sjö karlar og sex konur. Eins og síðustu tvö ár verður valinn einn karlmaður og ein kona sem hljóta sæmdarheitin íþróttakarl og íþróttakona Garðabæjar 2012. Íbúar Garðabæjar geta tekið þátt í valinu með því að fylla út "kjörseðil" á vef Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ

Þrettán íþróttamenn eru tilnefndir til íþróttamanns Garðabæjar 2012, sjö karlar og sex konur. Eins og síðustu tvö ár verður valinn einn karlmaður og ein kona sem hljóta sæmdarheitin íþróttakarl og íþróttakona Garðabæjar 2012.

Íbúar Garðabæjar geta tekið þátt í valinu með því að fylla út "kjörseðil" á vef Garðabæjar.

Kosningin stendur frá fimmtudeginum 27. desember til og með sunnudagsins 6. janúar.

ÍTG mun styðjast við álit bæjarbúa við kjörið en því verður lýst við hátíðlega athöfn í Urðarbrunni, hátíðarsal FG þann 13. janúar kl. 13.00.

Upplýsingar um þá sem eru tilnefndir og afrek þeirra og hlekkur yfir á rafrænan kjörseðil.

Á meðfylgjandi mynd með fréttinni má sjá íþróttafólk ársins í fyrra, knattspyrnufólkið Garðar Jóhannsson og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.