20. des. 2012

Jólastemning í Smalaholti

Jólastemning ríkti sannarlega í Smalaholti laugardaginn 15. desember þegar margar fjölskyldur komu í skóginn og söguðu sér jólatré. Skógræktarfélag Garðabæjar hafði umsjón með jólaskógi sem nú var haldinn þriðja árið í röð í Smalaholti.
  • Séð yfir Garðabæ

Jólastemning ríkti sannarlega í Smalaholti laugardaginn 15. desember þegar margar fjölskyldur komu í skóginn og söguðu sér jólatré.  Skógræktarfélag Garðabæjar hafði umsjón með jólaskógi sem nú var haldinn þriðja árið í röð í Smalaholti.  Að þessu sinnu voru grisjuð tré í reit sem Lionsklúbburinn í Garðabæ hefur umsjón með. Félagskonur úr Lionsklúbbnum Eik buðu upp á kakóveitingar í fururjóðri við samkomusvæði sem var útbúið og tekið í notkun síðastliðið sumar í Smalaholti.  Tilvalið er fyrir fjölskyldur að fara í göngutúr í Smalaholtinu sem er sunnan við Vífilsstaðavatn, njóta náttúrunnar og nýta sér samkomusvæðið þar.

 

null

Meðfylgjandi myndir með fréttinni eru frá Skógræktarfélagi Garðabæjar og eru teknar laugardaginn 15. desember þegar jólaskógurinn var opinn.